ywpa-nefnd-ásam-stúlku-2016-300x225
Karolína Rós Ólafsdóttir ásamt YWPA nefndinni 2016, þeim Aðalheiði Sigfúsdóttur og Helen Teitsson
Karolína Rós Ólafsdóttir fulltrúi Þórunnar hyrnu í YWPA árið 2016 ásamt formanni klúbbsins Valgerði Sverrisdóttur
Karolína Rós Ólafsdóttir fulltrúi Þórunnar hyrnu í YWPA árið 2016 ásamt formanni klúbbsins Valgerði Sverrisdóttur

 

Námsstyrkir

Menntunarsjóður erlendra kvenna

Þaann 26. apríl 2014 stofnaði klúbburinn menntunarsjóð fyrir konur af erlendum uppruna sem ekki hafa rétt til að sækja í aðra sjóði s.s. stéttarfélagssjóði.

Fyrsta starfsár sjóðsins 2014-2015 voru veittir úr honum tveir styrkir til einnar konu að fjárhæð kr. 39.000 og að auki 10.000 kr. styrkur til erlendra kvenna sem voru á námskeiði hjá SÍMEY til að auðvelda þeim að sækja leiksýningu sem tengdist námsefninu.

Starfsárið 2015-2016 voru veittir fjórir styrkir úr sjóðnum til þriggja kvenna (tveir til einnar þeirrar) – hver styrkur var kr. 34.000 eða alls kr. 132.000.

Young woman in public affairs awards.

Ár hvert hefur klúbburinn tekið þátt í verkefninu Young women in public affairs awards. Í fyrstu var lítill áhugi fyri verkefninu og erfitt að fá tilnefningar en nú er verkefnið orðið þekkt og skólar og félagasamtök senda okkur ábendingar um stúlkur sem hafa þá hæfni sem til þarf til að taka þátt í verkefninu. Sú stúlka sem er valin til að fara fram fyrir hönd Þórunnar hyrnu í keppnina fær námsstyrk frá klúbbnum að upphæð 25.000 krónur fyrir að sýna verkefninu áhuga og gefa sér tíma til þáttöku.