Þess vegna er ég félagi

Ég hafði áhuga á að breikka sjóndeildarhringinn og kynnast konum úr ýmsum starfsstéttum.

Valgerður Sverrisdóttir, ferðaþónustubóndi.

 

Fyrir um 15 árum voru vinkonur mínar flestar ef ekki allar kennarar. Þegar mér bauðst að gerast félagi í Zontaklúbbnum Þórunni hyrnu sá ég tækifæri til að kynnast konum úr hinum ýmsu starfstéttum. Mér fannst það spennandi og það hefur verið gefandi. En fyrst og fremst fannst mér markmið Zonta hreyfingarinnar mikilvægt; þ.e. að styðja við konur sem eru í þörf fyrir stuðning, bæði hér á landi og erlendis. Við stöndum við þetta markmið af heilum hug og með ýmsu móti. Við veitum konum og samtökum kvenna fjárstuðning og við höldum fræðslufundi um málefni sem snerta konur sérstaklega. Þessir fundir hafa á síðustu árum slegið aðsóknarmet enda vel til þeirra vandað. Fundir og vinnutarnir hafa verið með eindæmum skemmtilegar, t.d. flóamarkaðir og laufabrauðsgerð.

Kristín Aðalsteinsdóttir, prófessor

Ég heyrði fyrst af Zontaklúbbnum Þórunni hyrnu árið 2011 eftir að Kristín Aðalsteinsdóttir félagi í klúbbnum kynnti mig fyrir starfsemi hans. Eftir heimsóknir og kynningu á starfseminni ákvað ég að slá til og ganga í klúbbinn. Það sem heillaði mig var fjölbreyttur hópur kvenna af ólíkum uppruna, með fjölbreytta menntun og starfsreynslu auk þess að markmið klúbbsins er að styðja við konur. Ég hef alla tíð sýnt öðrum samkennd, ekki þolað óréttlæti og óskað þessa að geta breytt heiminum. Ég tel menntun mikilvæga og jafnrétti í víðu samhengi er mér ofarlega í huga. Ástæðan fyrir því að ég er í Zonta er að ég vil láta gott af mér leiða og vera stuðningur við konur hér heima sem og í heiminum öllum. Ég veit að Þórunn hyrna er lítill klúbbur með takmarkað fjármagn en margt smátt gerir eitt stórt. Zontahreyfingin er starfandi um allan heim og við erum með ákveðin sameiginleg markmið að leiðarljósi sem gefur okkur styrk og við vitum að stuðningur okkar skiptir máli.

Drífa Þórarindóttir, leikskólastjóri