Undirbúningur fyrir 8. mars 2016.
Undirbúningur fyrir 8. mars 2016.
Baráttudagur kvenna 8. mars 2016
Baráttudagur kvenna 8. mars 2016
Afrakstur laufabrauðsgerðar
Afrakstur laufabrauðsgerðar
markaður-1-300x225
Markaður

Verkefni

Verkefni innanlands sem og utanlands

Í gegnum árin hefur klúbburinn stutt við mörg verkefni. Ár hvert styrkjum við innanlandsverkefni sem og erlent verkefni og er það Verkefna-, þjónustu- og jafnréttisnefnd sem leggur fram tillögu ár hvert sem síðan er lögð fram til samþykktar á fundi.

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars

Undanfarin ár hafa Zontaklúbbarnir tveir á Akureyri unnið saman ásamt Jafnréttisstofu að undirbúningi og framkvæmd árlegs fundar á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars. Yfirskrift fudnarins árið 2016 var Jafnrétti barna í anda jafnréttis. Fundurinn var vel sóttur eins og síðustu ár og er nú orðin fastur liður í starfsemi Zontaklúbbana á Akureyri. Fundurinn hefur verið styrktur af fyrirtækjum þ.e. fyrir leigu á húsnæði og léttum veitingum handa gestum. Söfnuanrbaukur er látinn ganga um salinn og hefur féið verið nýtt í að styrkja málefni kvenna s.s. Aflið sem eru samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi.

Laufabrauðsgerð

Í nóvember ár hvert fer fram laufabrauðsgerð hjá Zontaklúbbnum Þórunni hyrnu. Þá hittast allar konur og jafnvel gestir þeirra og skera út og stekja laufabrauð sem síðan er selt og fer ágóðinn í að styrkja innlent verkefni sem og erlent. Laufabrauðsgerðin gefur tækifæri til skemmtilegrar samveru auk þess að gefa af sér fjármagn sem nýtt er til styrkja. Laufabrauðsgerðin er á laugardegi og konur koma með bakkelsi á hlaðborð enda mikilvægt að setjast niður og næra sig, segja sögur, spjalla og hlæja saman.

Markaðir eða aðrar fjáraflanir

Reglulega hefur klúbburinn haldið markaði eða annarskonar fjáraflanir og fer ágóði í að styðja við verkefni. Á mörkuðunum er seldur varningur frá heimilum kvenna í klúbbnum, varningur sem þarfnast nýrra eigenda. Einnig hafa verið seldar tertur og brauðmeti auk kryddjurta og plantna sem klúbbkonur hafa ræktað. Þessir markaðsdagar hafa það gildi að endurnýta þ.e. að gefa fólki tækifæri til að versla notaða vöru og jafnframt styrkja gott málefni. Klúbbkonur hafa klætt sig upp í anda Sígauna í tilefni dagsins og hefur dagurinn ákveðið skemmtanagildi og gefur tækifæri til samveru.