Í tilefni 100 ára afmælis Zontahreyfingarinnar

   

Laufabrauðsgerð 2021

Ljósaganga 2018

Kvennafrí 2018

Hópurinn að snæðingi
Hópurinn að snæðingi á Húsavík 2016

 

vorferð-2_opt-225x300
Fallegur dagur á Húsavík 2016

Fréttir

Vorið 2022 efndum við til söfnunar til styrktar Rauða krossinum á Akureyri með þeirri ósk að fjármunir sem söfnuðust yrði ráðstafað til kvenna í hópi flóttafólks frá Úkraínu. Söfnunin fólst m.a. í sölu á handverki eftir konur í klúbbnum ásamt því að við efndum til kökulottós í ýmsu formi. Alls söfnuðust 300.000 krónur sem afhentar voru Rauða Krossinum á Akureyri á vordögum. Hér er hlekkur á frétt af akureyri.net sem birt var af því tilefni. 

Zonta 100 ára

Mikil vinna var lögð í afmælishóf vegna 100 ára afmælis Zontasambandsins undir dyggri stjórn Ingibjargar Auðunsdóttur formanns afmælisnefndar  Fundurinn var haldinn 8. nóvember 2019 í Veröld – Húsi Vigdísar og var athöfninni streymt var norður á Borgir. Yfirskrift afmælisfundar var „Ísland í heiminum, heimurinn á Íslandi“, Zonta eflir og styrkir konur
Að loknum erindum var Húsbyggingasjóði Kvennaathvarfsins afhendur styrkur frá Zontaklúbbum landsins að upphæð 3.350.000 kr. Einnig var gestum boðið var upp á kaffi og afmælisköku, bæði í Veröld Húsi Vigdísar og að Borgum.

 

Laufabrauðsgerð

Laufabrauðsgerð er ein helsta fjáröflun Þórunnar hyrnu og má segja að þetta sé einn skemmtilegasti dagur ársins þegar allir koma saman, bæði  meðlimir klúbbsins sem og vinir og ættingar og skera út laufabrauð, steikja, pakka og keyra því út til kaupanda. Þórunn hyrna þakkar öllum sem kaupa brauð af klúbbnum stuðninginn.

 

Ljósaganga

Við upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi hafa Zontkaklúbburinn Þórunn hyrna og Zontaklúbbur Akureyrar fyrir ljósagöngu frá Akureyrarkirkju niður á Ráðhústorg undir slagorðinu ZONTA segir NEI við ofbeldi gegn konum. Árið 2019 bættist Soroptomistaklúbbur Akureyrar í hópinn og hafa klúbbarnir þrír sameinað krafta sína síðan í þessu verkefni.

ZONTA segir NEI er alþjóðleg vitundarvakning um ofbeldi gegn konum og stúlkum. Ofbeldi gegn konum og stúlkum viðgengst í öllum samfélögum, óháð landamærum og menningu. Það hamlar efnahagslegum framförum og kemur í veg fyrir að konur geti tekið fullan þátt í samfélaginu og búið sjálfum sé og fjölskyldum sínum betra líf. Samtakamátturinn skiptir sköpum og því þarf að virkja sem flesta, karlar og konur, til að fyrirbyggja og uppræta slíkt ofbeldi.

 

Kvennafrí 24. okt 2018

Nokkrir félagar í Þórunni hyrnu gengu frá Akureyrarkirkju niður á Ráðhústorg á Kvennafrídeginum 2018 til að styðja við málefnið „Við breytum ekki konum,við breytum samfélaginu“.

 

Vorferðir Þórunnar hyrnu 

Á vordögum fara félagar í Þórunni hyrnu gjarnan í dagsferðir með það að markmiði að hafa gaman saman og ljúka starfsárinu með samveru. Vegna Covid 19 hefur þurft að fresta þessum ferðum í tvö ár í röð. En hér eru þó á síðunni myndir frá ferðalagi klúbbsins til Húsavíkur árið 2016.  Konurnar buðu mökum sínum með og varð ferðin hin mesta skemmtun. Farið var með rútu til Húsavíkur og hvalasafnið skoðað og snæddur hádegisverður á Gamla bauk. Þaðan var haldið á Litlu – Laugar þar sem farið var í sögugöngu og boðið uppá veitingar. Að því loknu var haldið í Eyjafjörðinn og snæddur kvöldverður á veitingastaðnum Silvu og svo endaði þessi frábæri dagur á að farið var á leiksýningu í Freyvangi til að sjá Saumastofuna. Ferðin var í alla staði skemmtileg og mun seint gleymast.

 

 

Zontaklúbbarnir á Akureyri fengu 200.000 króna styrk í tengslum við 100 ára kosningarétt kvenna í byrjun árs 2015.

828 ungar konur fæddar á árunum 1993-1997 búsettar á Eyjafjarðarsvæðinu fengu send póstkort með hvatningarorðum þann 19. júní 2015, um að nýta kosninarétt sinn. Ung myndlistakona, Ingibjörg Berglind Guðmundssdóttir, var fengin til að hanna og myndskreyta kortið.

http://www.althingi.is/pdf/100_ara_afmaeli_kosningarrettar/Skyrsla_til_afmaelisnefndar_Zonta_a_Akureyri_2.pdf

Heimasíða var útbúin í tilefni verkefnisins

https://www.facebook.com/thittexvex/