Velkomin á vefsíðu Zontaklúbbsins Þórunnar hyrnu

Velkomin á heimasíðu Þórunnar hyrnu

Í Þórunni hyrnu eru 20 félagar á ólíkum aldri með mismunandi bakgrunn, menntun og starfsreynslu. Fjölbreytni innan hópsins gerir það að verkum að fundirnir eru fræðandi og skemmtilegir en hvetja jafnframt til samkenndar sem gerir það að verkum að til verða áhugaverð verkefni sem grundvallast af því að styðja við hin ýmsu málefni sem snúa að konum.

Fundir eru haldnir annan mánudag í hverjum mánuði frá september og fram í maí.

Ef þú ert félagi í Þórunni hyrnu færðu tækifæri til að hitta konur á ólíkum aldri með mismunandi reynslu, menntun og starfsframa. Þær hafa það sameiginlegt að vilja hafa áhrif og styðja við aðrar konur á svæðinu og í heiminum öllum. Félagar í klúbbnum vinna í anda Zontahreyfingarinnar að því að styrkja stöðu kvenna bæði félagslega, efnahagslega og heilsufarslega. Þú getur gengið í klúbbinn og tekið þátt í áhugaverðu starfi sem byggir á stuðningi við konur auk þess að njóta nærveru faglegra og skemmtilegra kvenna sem hittast einu sinni í mánuði og hafa gaman saman.

 

Fréttir

SJÁ FRÉTTIR

Hnattræn frumkvæði

VIÐ BERJUMST GEGN BARNAGIFTINGUM

Tæplega 650 milljónir kvenna á lífi í dag voru giftar áður en þær urðu 18 ára.

VIÐ SEGJUM NEI VIÐ OFBELDI GEGN KONUM OG STÚLKUM

Um 2 af hverjum 3 konum hafa orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi af hálfu maka.

VIÐ HÆKKUM MENNTUNARSTIG KVENNA

Með hverju viðbótarári í grunnskóla hækka hugsanleg laun stúlknanna um 10-20 prósent.

Zonta Þórunn hyrna