stjórn-2016-2017-300x225
Stjórn Þórunnar hyrnu 2016-2017
frá-fundi-á-Lómatjórn--300x225
Fundur haldinn á Lómatjórn, heimili Valgerðar Sverrisdóttur
fráfarandi-stjorn-litil-300x225
Fráfarandi stjórn 2016

Um klúbbinn

Fjöldi félaga í klúbbnum er 20.

Fundir eru haldnir annan mánudag í hverjum mánuði frá september og fram í maí að báðum mánuðum meðtöldum. Fundartími er frá kl 19-22. Fundarstaðir eru mismunandi, í heimahúsum, á veitingastöðum eða í sölum mismunandi félagasamtaka.

Áætlun um efni funda er lögð fram í upphafi starfsárs auk þess sem gefið er út félagatal. Á fundum er fylgt almennum fundarsköpum þ.e. formaður setur fund, ritari les fundargerð síðasta fundar og síðan er dagskrá fylgt eftir sem send hefur verið út um viku fyrir hvern fund. Á fundum eru málefni klúbbsins rædd s.s. fjáröflun, styrkveitingar og ýmis önnur mál. Borðaður er léttur málsverður sem þrjár klúbbkonur hafa útbúið og er því skipt niður á konur yfir starfsárið. Á hverjum fundi er dregið í happdrætti, skemmtinefnd skipuleggur uppákomur og konur segja frá áhugaverðu broti úr lífi sínu.

Árgjald klúbbsins er 18000 krónur sem skiptist í tvennt, haust og vorgjald. Máltíðir á hverjum fundi kosta um 2-3 þúsund krónur og happadrættismiði kostar 300 krónur.

Í stjórn klúbbsins sitja sex konur en allir félagar klúbbnum sitja í nefndum og sinna nefndarstörfum. Ritari sendir út fundarboð fyrir hvern fund.

Stjórn Þórunnar hyrnu starfsárið 2020-2021

Formaður: Oddný Stella Snorradótti-r
Varaformaður: Sigríður Sía Jónsdóttir
Ritari: Rósa Kristjánsdóttir
Gjaldkeri: Rósa María Björnsdóttir
Stallari: Steinunn Hauksdóttir
Meðstjórnandi: Sesselja Sigurðardóttir

Félagslög Zontaklúbbsins Þórrunar hyrnu (PDF)