Þess vegna er ég félagi

Fyrir um 15 árum voru vinkonur mínar flestar ef ekki allar kennarar. Þegar mér bauðst að gerast félagi í Zontaklúbbnum Þórunni hyrnu sá ég tækifæri til að kynnast konum úr hinum ýmsu starfstéttum. Mér fannst það spennandi og það hefur verið gefandi. En fyrst og fremst fannst mér markmið Zonta hreyfingarinnar mikilvægt; þ.e. að styðja við konur sem eru í þörf fyrir stuðning, bæði hér á landi og erlendis. Við stöndum við þetta markmið af heilum hug og með ýmsu móti. Við veitum konum og samtökum kvenna fjárstuðning og við höldum fræðslufundi um málefni sem snerta konur sérstaklega. Þessir fundir hafa á síðustu árum slegið aðsóknarmet enda vel til þeirra vandað. Fundir og vinnutarnir hafa verið með eindæmum skemmtilegar, t.d. flóamarkaðir og laufabrauðsgerð.

Kristín Aðalsteinsdóttir, prófesso