Verkefni

Hádegisfyrirlestrar 8. mars

 

Afrakstur laufabrauðsgerðar

Markaðsdagur

Verkefni innanlands sem og utanlands

Í gegnum árin hefur klúbburinn stutt við mörg verkefni bæði innanlands og erlendis. Dæmi um verkefni-félagasamtök sem klúbburinn hefur styrkt innanlands undanfarin ár er Aflið, Kvennaathvarfið, styrkur til menntunnar kvenna af erlendu bergi, sumarleyfisstyrkur til einstæðra mæðra í samvinnu við velferðarsvið Akureyrarbæjar ofl. Dæmi um erlendi verkefni er t.d. baráttan gegn barnahjónaböndum sem Zonta tekur þátt í með UN Women, Hand in hand – sem er verkefni sem styður við konur á flótta að koma sér upp smáiðnaði, læsisverkefni í Madagaskar og fleira.  Nefndin verkefna-, þjónustu- og jafnréttisnefnd sem leggur fram tillögu um styrktarrverkefni ár hvert sem síðan er lögð fram til umræðu og afgreiðslu á fundi.

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars

Undanfarin ár hafa Zontaklúbbarnir tveir á Akureyri unnið, ásamt Jafnréttisstofu að undirbúningi og framkvæmd árlegs fundar á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars. Frá árinu 2020 hefur Soroptomistaklúbbur Akureyrar einnig lagt sín lóð á vogarskálarnar í þessari vinnu. Markmið fundanna er að vekja athygli á ýmsum málefnum kvenna.

Yfirskrift fundarins 2018 var „Tæklum þetta“ Viðbrögð íþróttahreyfingarinnar við MeToo. Þar voru frummælendur Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri og Anna Soffía Víkingsdóttir, judokona og sérfræðingur hjá RHA. Einnig ávarpaði fundinn lögreglustjóri Norðurlans eystra Halla Bergþóra Björnsdóttir. Fundarstjóri var Ragnheiður Runólfsdóttir ólympíufari og sundþjálfari.

Yfirskrift fundarin 2019 var „Að bogna en brotna ekki“ – Áföll – Afleiðingar – Úrvinnsla. Á dagskrá var kynning á fyrstu niðurstöðum rannsóknar á áfallasögu kvenna. Jóhanna Eyrún Torfadóttir og Dr. Edda Bjök Þorvaldsdóttir kynntu niðurstöðurnar. Einnig flutti erindi Ásdís Viðarsdóttir skólastjóri. Erindi hennar „Að skila skömminni og horfa til framtíðar“ fjallaði viðbrögð hennar og samfélagsins við eltihrelli. Fundarstjóri var Hjalti Ómar Ágústsson, verkefnisstjóri Aflsins.

Árið 2020 var meininginn að horfa til fjölskyldunnar og þær áskoranir sem blasa við fjölskyldum á tímum jafnréttis. Því miður var ekki hægt að halda 8. mars hátíðlegan með þeim erindum, þar sem Covid 19 skaut upp kollinum. Stefnt er að því að endurvekja erindin þegar ljóst er að hægt verður að halda viðburði án mikillar smithættu.

Á fundunum hefur verið boðið upp á kaffihlaðborð. Þátttakendur greiða ákveðið gjald fyrir að hlusta á erindin og njóta veitinga af hlaðborðinu. Allur ágóði hefur runnið óskiptur til Aflsins.

Laufabrauðsgerð

Í nóvember ár hvert fer fram laufabrauðsgerð hjá Zontaklúbbnum Þórunni hyrnu. Þá hittast allar konur og jafnvel gestir þeirra og skera út og stekja laufabrauð sem síðan er selt og fer ágóðinn í að styrkja innlent verkefni sem og erlent. Laufabrauðsgerðin gefur tækifæri til skemmtilegrar samveru auk þess að gefa af sér fjármagn sem nýtt er til styrkja. Laufabrauðsgerðin er á laugardegi og konur koma með bakkelsi á hlaðborð enda mikilvægt að setjast niður og næra sig, segja sögur, spjalla og hlæja saman.

Markaðir eða aðrar fjáraflanir

Reglulega hefur klúbburinn haldið markaði eða annarskonar fjáraflanir og fer ágóði í að styðja við verkefni. Á mörkuðunum er seldur varningur frá heimilum kvenna í klúbbnum, varningur sem þarfnast nýrra eigenda. Einnig hafa verið seldar tertur og brauðmeti auk kryddjurta og plantna sem klúbbkonur hafa ræktað. Þessir markaðsdagar hafa það gildi að endurnýta þ.e. að gefa fólki tækifæri til að versla notaða vöru og jafnframt styrkja gott málefni. Klúbbkonur hafa klætt sig upp í anda Sígauna í tilefni dagsins og hefur dagurinn ákveðið skemmtanagildi og gefur tækifæri til samveru.

Copyright © 2023, Zonta International - District 13.