tekin-í-klúbbinn_opt-300x227
Oddný Stella Snorradóttir gengur í klúbbinn

 

Að gerast félagi

Hefur þú áhuga á að gerast félagi í Þórunni hyrnu?  Klúbburinn fagnar öllum þeim sem sýna starfi Zonta áhuga og er er starfandi valnefnd hjá klúbbnum sem tekur fyrir allar umsóknir og heldur kynningarfundi sé þess óskað. Allir félagar geta komið upplýsingum um áhugasama til valnefndar sem tekur allar umsóknir fyrir. Áhugasömum er boðið að vera gestir á fundi til að kynnast starfseminni og hvernig fundirnir ganga fyrir sig enn ekki síst til að kynnast þeim konum sem þegar eru félagar í klúbbnum.

Valnefnd klúbbsins metur allar umsóknir og tillögur um nýja félaga og kynnir þær stjórninni. Að fengnu samþykki stjórnar býður formaður nefndarinnar hlutaðeigandi aðila þátttöku skriflega og tilkynnir það klúbbfélögum. Áður en nýjum félaga er boðin aðild skal klúbbfélögum þó tilkynnt um það.

Valnefnd Þórunnar hyrnu starfsárið 2021-2022

Helena Eyjólfsdóttir. Netfang: helenae@simnet.is

Oddný Stella Sorradóttir

Steinunn Hauksdóttir