Að gerast félagi

Oddný Stella gengur í klúbbinn

Velkomin Jóna Rósbjörg

Vel slakar á Vökulandi vellíðunarsetri

"vorferð að hausti"
Góður endir á góðum degi.

Hefur þú áhuga á að gerast félagi í Þórunni hyrnu?  Klúbburinn fagnar öllum þeim sem sýna starfi Zonta áhuga og er er starfandi valnefnd hjá klúbbnum sem tekur fyrir allar umsóknir og heldur kynningarfundi sé þess óskað. Allir félagar geta komið upplýsingum um áhugasama til valnefndar sem tekur allar umsóknir fyrir. Áhugasömum er boðið að vera gestir á fundi til að kynnast starfseminni og hvernig fundirnir ganga fyrir sig enn ekki síst til að kynnast þeim konum sem þegar eru félagar í klúbbnum.

Valnefnd klúbbsins metur allar umsóknir og tillögur um nýja félaga og kynnir þær stjórninni. Að fengnu samþykki stjórnar býður formaður nefndarinnar hlutaðeigandi aðila þátttöku skriflega og tilkynnir það klúbbfélögum. Áður en nýjum félaga er boðin aðild skal klúbbfélögum þó tilkynnt um það.

Valnefnd Þórunnar hyrnu starfsárið 2022-2023

Helena Eyjólfsdóttir. Netfang: helenae@simnet.is

Oddný Stella Sorradóttir

Sigríður Sigurðardóttir

 

„Vorferð að hausti“

Á hverju ári fögnum við lokum starfsársins með einhverskonar uppliftingu. Vorið 2023 var ákveðið að fresta vorferðinni fram á haust, vegna þess að klúbbkonur voru á kafi í undirbúningi fyrir ráðstefnu í Hofi haustið 2023, Vorferðin var því farin í september. Við fórum til Sólveigar í Vökuland vellíðunarsetur og fengum fræðslu um setrið ásamt slökun. Þaðan lá leiðin á Mayo í Laxdalshúsi. Þar tóku þau hjónin Magnús og Jónína Björg á móti okku. Magnús sýndi okkur handtökin við sushi gerð og Jónína Björg sýndi okkur verkstæði sitt og fræddi okkur um listsköpun sína. Að lokum gerðum við sushiveislu Magnúsar góð skil.

Copyright © 2023, Zonta International - District 13.