Námsstyrkir

 

Þorbjörg Þóroddsdóttir fulltrúi Þórunnar hyrnu í YWPA 2023 ásamt valnefnd klúbbsins Rósu Krisjánsdóttur og Sigríðir Síu Jónsdóttur.

Hildur Lilja Jónsdóttir, YWPA fulltrúi Þórunnar hyrnu 2022

Fulltrúi Þórunnar hyrnu í YWPA 2021 var Margrét Unnur Ólafsdóttir

Fulltrúi Þórunnar hyrnu í YWPA 2020 var Embla Kristín Blöndal Ásgeirsdóttir

Hugrún Birta Kristjánsdóttir YWPA fullrtúri Þórunnar hyrnu 2018 ásamt valnefnd Halldóru Kolbrúnu Ólafsdóttur og Vilborgu Þórarnsdóttur

Fulltrúi Þórunnar hyrnu í YWPA 2017 var Eva Hildur Benediktsdóttir

Karolína Rós Ólafsdóttir fulltrúi Þórunnar hyrnu í YWPA árið 2016 ásamt formanni klúbbsins Valgerði Sverrisdóttur
Rós Ólafsdóttir fulltrúi Þórunnar hyrnu í YWPA árið 2016 ásamt formanni klúbbsins Valgerði Sverrisdóttur

 

Zonta hefur trúa á að ungar konur / stúlkur séu lykillinn að framförum kvenna á heimsvísu

Zontaklúbbar um allan heim leggja sig fram um að ná jafnrétti innan menntunar og veita námsstyrki og viðurkenningar til kvenna og stúlkna sem sækja menntun og stefna á starfsferil á þeim sviðum sem karlar hafa verið í meirihluta.

Amelia Earhart sjóðurinn veitir allt að 30 námsstyrki á ári og er hver styrkur 10.000 USD. Styrkinn geta konur sem stunda háskólanám til Ph.D/doktorsgráðu og eru í í flugvélaverkfræði, geimvísindum eða skyldum greinum. Sjóðurinn var stofnaður árið 1938 til heiðurs Zontakonunni og flugmanninum Ameliu Earhart. Sjá nánar Nánari upplýsingar á vef Zonta International

 Jane M. Klausmann – Konur í viðskiptum Konur hafa náð miklum árangri í menntun, starfsframa og leiðtogahlutverkum sem þeim var einu sinni neitað um. Hins vegar eru þær enn í minnihluta leiðtoga í viðskiptalífinu. Samkvæmt Hagstofu Íslands eru konur 24% stjórnarmanna og framkvæmdastjóra í fyrirtækjum á Íslandi árið 2022.

Nánari upplýsingar á vef Zonta International

Konur í STEM greinum  Zonta veitir styrki til kvenna sem vilja mennta sig og öðlast tækifæri, starfsframa og vera leiðandi innan STEM greina. (Science, Technology, Engineering, og Math).

Nánari upplýsingar á vef Zonta International

Verðlaun til ungra kvenna í almannaþjónustu Young Women in Public Affairs Awards

Verðlaunin eru veitt ungum konum, á aldrinum 16-19 ára, sem hafa sýnt leiðtogahæfileika í skóla, sjálfboðastörfum eða félagasamtökum. Sjóðurinn var stofnaður 1990 af fyrrum formanni alþjóðasamtaka Zonta Leneen Forde og eru verðlaunin veitt á þremur stigum, af klúbbum, af umdæmum og af Zontahreyfingunni (ZI).
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna á vef Zonta International.

Zontaklúbburinn Þórunn hyrna styður ungar konur / stúlkur í almannaþjónustu.

Um er að ræða alþjóðlegra hvatningaverlauna fyrir ungar konur, sjóður sem stofnaður var árið 1990. Síðan þá hafa rúmlega 800 ungar konur frá 58 löndum hlotið viðurkenningu frá sjóðnum.
Viðurkenningin er veit sem hvatningarverðlaun til ungra kvenna sem skara framúr á sviði félagsmála, auk þess sem þátttökukröfurnar eru að þær taki virkan þátt í sjálfboðavinnu og/eða hafi reynslu af stjórnunarstörfum t.d. í nemendafélagi eða öðrum félagasamtökum.

Zontaklúbburinn Þórunn hyrna (hér á eftir skammstafað ZÞh) hefur til nokkurra ára, verið eini Zontaklúbburinn á Íslandi sem leitar að og tilnefnir ungar konur til þessara hvatningaverðlauna. Ferlið að hæstu hvatningaverðlaununum er þríþætt og skiptist í innanlandsval, umdæmisval og alþjóðlegt val. Ákveðin stigvaxandi peningaupphæð eru hvatningaverðlaun fyrir vinningshafa í hverju þrepi fyrir sig.
Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 16 – 19 ára, 1 apríl ár hvert. Þær þurfa að vera nemendur í framhaldsskólum eða háskólum í landi sem Zontasamtökin starfa.
• 1. Þrep.
Innanlands val. ZÞh leitar eftir tilnefningum í skólum eða frá félagasamtökum. Ungu konunum sem tilnefndar eru, er sent sérstakt spurningablað sem þær skila útfylltu til valnefndar ZÞh. Sú sem þykir skara fram úr að mati ZÞh skilar inn umsókn um alþjóðlegu hvatningarverðlaunin. Sú umsókn er skrifuð á ensku og aðstoðar valnefnd ZÞh við það ferli ef óskað er eftir. Eftir að umsókn hefur verið fyllt út og send, fær umsækjandinn kr. 35.000 frá ZÞh ásamt því að hún verður fulltrúi Íslands í vali milli umsækjenda frá Íslandi, Danmörku, Noregi og Litháen (En þessi lönd tilheyra 13 umdæmi Zontasamtakanna)
• 2. Þrep
Umdæmis val. Valnefnd 13 umdæmis velur þá umsókn sem talin er bera af. Sú umsókn er send áfram til Zonta International ásamt því að umsækjandinn hlýtur hvatningaverðlaun frá umdæminu að upphæð US$ 1.500 (á gengi 26. febrúar 2021, um 189.000 krónur).
• 3. Þrep
Val á heimsvísu. Zontasamtökin skiptast í 32 umdæmi. Það eru því 32 umsóknir sem keppa um hæstu hvatningaverðlaunin. Af þessum 32 umsóknum eru valdar þær 10 sem taldar eru bera af og hljóta þeir umsækjendur hæstu styrkina sem nema US$ 5.000 (á gengi 28.3.21 um 630.000 krónur).
Eingöngu er tekið við umsóknum til hvatningaverðlaunanna á þar til gerðum eyðublöðum. Umsækjendur geta annars vegar fengið umsóknareyðublað hjá Zontaklúbbnum Þórunni hyrnu eða á heimasíðu Zonta International. Ekki er hægt að skila inn umsóknum nema í gegnum starfandi Zontaklúbb.

Copyright © 2023, Zonta International - District 13.