Þess vegna er ég félagi

 

 

 

Fyrir mörgum árum síðan sá ég viðtal við Zontakonur á N4 þar sem þær voru að fara yfir málefni og baráttumál Zonta. Þessi málefni snertu virkilega við mér og ég ákvað með sjálfri mér að þegar ég „yrði stór“ ætlaði ég mér að ganga í Zonta. Það var svo fyrir hendingu að ég bankaði upp á Oddeyrarskóla einn góðan nóvemberdag þar sem ég heyrði mikil hlátrasköll og fann ilmandi laufabrauðslykt. Það má segja að ég hafi runnið á lykt og hljóð. Þar voru saman komnar Zontakonur í Þórunni hyrnu að baka laufabrauð. Ég óskaði eftir að fá að ganga í klúbbinn og þá var ekki aftur snúið.
Verkefnin eru fjölbreytt og gefandi. Klúbbstarfið gefur tækifæri á að kynnast konum sem ég myndi allra jafnan ekki kynnast. Ég er því með hverju árinu, ríkari af þekkingu, reynslu og vináttu Zontakvenna.

Sesselja Sigurðardóttir, leikskólaráðgjafi

Copyright © 2023, Zonta International - District 13.